Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2020 19:30 Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. Efling hefur viljað fá á hreint til hverra og hvaða stétta launahækkunin nær. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Tilboð borgarinnar er gott „Þetta voru launatölur sem ná til almenns starfsfólks í leikskólum, sem væri þá að hækka úr 310 þúsund í 420 þúsund á mánuði. Með álagsgreiðslum er það þá 460 þúsund á mánuði í lok samningstímans. Síðan eru það deildarstjórar á leikskólum, ófaglærðir, sem að fara í 520 þúsund í grunnlaun og 570 þúsund krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Við erum síðan með tilboð fyrir almennt starfsfólk í heimaþjónustu. Við vorum líka að kynna tölur fyrir fólk sem er að vinna í búsetuúrræðum. það er vaktavinnufólk, þannig að þar kemur stytting vinnuvikunnar jafnframt inn og í öllum þessum tilvikum erum við að bjóða háar hækkanir á lægstu laun og góðar hækkanir til allra,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar Heilt yfir, með þessar tölur í kollinum hvernig lýst ykkur á þetta tilboð? „Hvaða tilboð? Kastljóstilboðið eins og við skiljum það hljóðar uppá að hækka grunnlaun hjá almennum, ófaglærðum leikskólastarfsmanni um hundrað og tíu þúsund krónur og það er bara gott boð. Við höfum sagt það að ef það er raunverulegur ásetningur borgarinnar að fara með umræðuna þangað þá erum við hugsanlega komin með raunverulega umræðugrundvöll,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það eru að minnsta kosti sex dagar til til ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilunni, nema eitthvað gerist í viðræðum á milli aðila. Ertu tilbúinn til þess að taka upp símann að fyrra bragði og boða til fundar til þess að reyna ná einhverri lendingu og skýra enn frekar þau mál sem voru ekki á borðinu í gær? „Ég hélt nú að fundurinn hefði gengið út á þetta. Í mínum huga að þá á ekkert að þurfa að fara á milli mála hvaða tölur og hvaða tilboð er á borðinu að hálfu borgarinnar,“ segir Dagur. Er það ekki ábyrgðarhluti hjá ykkur að sitja á fundi og kryfja málin í stað þess að rjúka af fundi? „Við höfum mætt á alla undangengna samningafundi klyfjuð af lausnum, hugmyndum og tillögum sem hafa verið nákvæmlega útfærðar,“ segir Viðar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. Efling hefur viljað fá á hreint til hverra og hvaða stétta launahækkunin nær. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Tilboð borgarinnar er gott „Þetta voru launatölur sem ná til almenns starfsfólks í leikskólum, sem væri þá að hækka úr 310 þúsund í 420 þúsund á mánuði. Með álagsgreiðslum er það þá 460 þúsund á mánuði í lok samningstímans. Síðan eru það deildarstjórar á leikskólum, ófaglærðir, sem að fara í 520 þúsund í grunnlaun og 570 þúsund krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Við erum síðan með tilboð fyrir almennt starfsfólk í heimaþjónustu. Við vorum líka að kynna tölur fyrir fólk sem er að vinna í búsetuúrræðum. það er vaktavinnufólk, þannig að þar kemur stytting vinnuvikunnar jafnframt inn og í öllum þessum tilvikum erum við að bjóða háar hækkanir á lægstu laun og góðar hækkanir til allra,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar Heilt yfir, með þessar tölur í kollinum hvernig lýst ykkur á þetta tilboð? „Hvaða tilboð? Kastljóstilboðið eins og við skiljum það hljóðar uppá að hækka grunnlaun hjá almennum, ófaglærðum leikskólastarfsmanni um hundrað og tíu þúsund krónur og það er bara gott boð. Við höfum sagt það að ef það er raunverulegur ásetningur borgarinnar að fara með umræðuna þangað þá erum við hugsanlega komin með raunverulega umræðugrundvöll,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það eru að minnsta kosti sex dagar til til ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilunni, nema eitthvað gerist í viðræðum á milli aðila. Ertu tilbúinn til þess að taka upp símann að fyrra bragði og boða til fundar til þess að reyna ná einhverri lendingu og skýra enn frekar þau mál sem voru ekki á borðinu í gær? „Ég hélt nú að fundurinn hefði gengið út á þetta. Í mínum huga að þá á ekkert að þurfa að fara á milli mála hvaða tölur og hvaða tilboð er á borðinu að hálfu borgarinnar,“ segir Dagur. Er það ekki ábyrgðarhluti hjá ykkur að sitja á fundi og kryfja málin í stað þess að rjúka af fundi? „Við höfum mætt á alla undangengna samningafundi klyfjuð af lausnum, hugmyndum og tillögum sem hafa verið nákvæmlega útfærðar,“ segir Viðar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent