Landspítalinn hafi hagað sér eins og fórnarlamb Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. febrúar 2020 14:00 Tveir sænskir sérfræðingar sem fengnir voru til að aðstoða við úttekt á stöðu bráðamóttökunnar í Fossvogi höfðu ýmislegt við stjórnendur Landspítala að athuga. Vísir/vilhelm Stjórnendur Landspítalans brugðust ekki við vanda bráðamóttökunnar, þrátt fyrir að hann hafi verið þeim augljós um langt skeið að mati tveggja sænskra sérfræðinga. Í stað þess að grípa til aðgerða hafi þeir málað spítalann upp sem fórnarlamb, sem hafi beinlínis verið hættulegt að mati sérfræðinganna.Í upphafi árs var skipaður átakshópur sem gert var að greina og koma með tillögur að því hvernig ráða mætti úr ófremdarástandinu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hópurinn leitaði álits tveggja sænskra sérfræðinga, Markus Castegren og Johan Permert, sem áður hafa komið að sambærilegum úttektum erlendis og skiluðu þeir niðurstöðum sínum þann 20. febrúar síðastliðinn. Þar greina þeir frá aðkallandi fráflæðis- og mönnunarvanda á bráðamóttökunni, sem þeir segja að hafi öllum verið augljós um langt skeið.Sjá einnig: Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Þannig segja sænsku sérfræðingarnir að forstjóri Landspítalans hafi lengi verið meðvitaður um þennan alvarlega vanda bráðamóttökunnar án þess þó að hafa gripið til neinna augljósra aðgerða til að leysa úr vandanum. Þau úrræði sem stuðst hafi verið við í þessum málum hafi verið til þess eins að ráðast á birtingarmyndir og eftirköst vandans, en aldrei hafi verið ráðist að rótum hans. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Hættulegt að leika fórnarlamb Sænsku sérfræðingarnir segja að þess í stað hafi stjórnendur spítalans spilað sig sem fórnarlamb aðstæðna, sagt að vandi bráðamóttöku væri samfélagslegur en ekki einhver sem ráða mætti úr innan spítalans. Sérfræðingarnir gefa lítið fyrir þessi rök, segja það í raun hættulegt af stjórnendum Landspítalans að láta það hljóma eins og spítalinn geti ekki verið hluti af lausn vandans. Yfirlýsingar stjórnendanna um að vandinn verði aðeins leystur annars staðar í heilbrigðiskerfinu, eins og með uppbyggingu hjúkrunarrýma og með meira fjármagni, gefi þá mynd að Landspítalinn sé ekki mikilvægur. Að þó svo að spítalinn geri eitthvað þá verði vandinn áfram til staðar. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Landspítalinn verði meiri leiðtogi Sænsku sérfræðingarnir kalla auk þess eftir því að stjórnendur Landspítalans sýni aukið frumkvæði við úrbætur á íslensku heilbrigðiskerfi. Spítalinn búi yfir öflugum mannauði og aðföngum sem geri honum kleift að gegna leiðtogahlutverki við nýsköpun og breytingar á þessu sviði. Landspítalinn geti vissulega ekki bjargað málunum einn og sér - en hann geti hins vegar leitt þá vinnu í samvinnu við aðrar stofnanir. Í upphafi vikunnar voru svo kynntar ellefu tillögur til að vinna á vanda bráðamóttökunnar, sem m.a. byggðu á áliti sænsku sérfræðinganna. Það má nálgast í heild sinni hér.Fréttastofa hefur ekki náð á Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag til að bregðast við mati sérfræðinganna. Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10 Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans brugðust ekki við vanda bráðamóttökunnar, þrátt fyrir að hann hafi verið þeim augljós um langt skeið að mati tveggja sænskra sérfræðinga. Í stað þess að grípa til aðgerða hafi þeir málað spítalann upp sem fórnarlamb, sem hafi beinlínis verið hættulegt að mati sérfræðinganna.Í upphafi árs var skipaður átakshópur sem gert var að greina og koma með tillögur að því hvernig ráða mætti úr ófremdarástandinu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hópurinn leitaði álits tveggja sænskra sérfræðinga, Markus Castegren og Johan Permert, sem áður hafa komið að sambærilegum úttektum erlendis og skiluðu þeir niðurstöðum sínum þann 20. febrúar síðastliðinn. Þar greina þeir frá aðkallandi fráflæðis- og mönnunarvanda á bráðamóttökunni, sem þeir segja að hafi öllum verið augljós um langt skeið.Sjá einnig: Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Þannig segja sænsku sérfræðingarnir að forstjóri Landspítalans hafi lengi verið meðvitaður um þennan alvarlega vanda bráðamóttökunnar án þess þó að hafa gripið til neinna augljósra aðgerða til að leysa úr vandanum. Þau úrræði sem stuðst hafi verið við í þessum málum hafi verið til þess eins að ráðast á birtingarmyndir og eftirköst vandans, en aldrei hafi verið ráðist að rótum hans. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Hættulegt að leika fórnarlamb Sænsku sérfræðingarnir segja að þess í stað hafi stjórnendur spítalans spilað sig sem fórnarlamb aðstæðna, sagt að vandi bráðamóttöku væri samfélagslegur en ekki einhver sem ráða mætti úr innan spítalans. Sérfræðingarnir gefa lítið fyrir þessi rök, segja það í raun hættulegt af stjórnendum Landspítalans að láta það hljóma eins og spítalinn geti ekki verið hluti af lausn vandans. Yfirlýsingar stjórnendanna um að vandinn verði aðeins leystur annars staðar í heilbrigðiskerfinu, eins og með uppbyggingu hjúkrunarrýma og með meira fjármagni, gefi þá mynd að Landspítalinn sé ekki mikilvægur. Að þó svo að spítalinn geri eitthvað þá verði vandinn áfram til staðar. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Landspítalinn verði meiri leiðtogi Sænsku sérfræðingarnir kalla auk þess eftir því að stjórnendur Landspítalans sýni aukið frumkvæði við úrbætur á íslensku heilbrigðiskerfi. Spítalinn búi yfir öflugum mannauði og aðföngum sem geri honum kleift að gegna leiðtogahlutverki við nýsköpun og breytingar á þessu sviði. Landspítalinn geti vissulega ekki bjargað málunum einn og sér - en hann geti hins vegar leitt þá vinnu í samvinnu við aðrar stofnanir. Í upphafi vikunnar voru svo kynntar ellefu tillögur til að vinna á vanda bráðamóttökunnar, sem m.a. byggðu á áliti sænsku sérfræðinganna. Það má nálgast í heild sinni hér.Fréttastofa hefur ekki náð á Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag til að bregðast við mati sérfræðinganna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10 Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10
Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00
Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00