Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels