Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 07:23 Í dag mun hvessa vestanlands og á Austurlandi með éljagangi. Veðurstofan Norðan hríð er nú á Norðurlandi og Vestfjörðum og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Hægari vindur er í öðrum landshlutum, en í dag mun hvessa vestanlands og á Austurlandi með éljagangi. Frost verður á bilinu 0 til 4 stig, en heldur hlýnandi er líður á daginn. „Í nótt og á morgun dregur síðan úr vindi og úrkomu á landinu og annað kvöld verður vindur víðast hvar á bilinu 3-10 m/s, léttskýjað sunnantil en ennþá stöku él um landið norðanvert. Útlit er fyrir hæga norðlæga átt á miðvikudag og fimmtudag með bjartviðri og talsverðu frosti,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Vetrarfærð í öllum landshlutum Vetrarfærð er í öllum landshlutum og éljagangur eða snjókoma á Vestfjörðum og í Norðurlandi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að á víða sé þæfingsfærð á Vestfjörðum eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum og Klettshálsi og beðið með mokstur vegna veðurs. Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð á vegum. Ófært er á Þverárfjalli en unnið að hreinsun. Víkurskarð er einnig ófært og beðið með mokstur vegna veðurs. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi við Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðaustan 8-15 m/s og él fyrir norðan, en þurrt syðra. Dregur heldur úr vindi og éljum þegar kemur fram á daginn. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Norðaustan 8-13 m/s NV-til og við SA-ströndina, en annars hægari. Lítilsháttar él við N-ströndina, él eða snjókoma við S-ströndina, en annarsbjart með köflum og þurrt að kalla. Frost 1 til 10 stig, mest í innsveitum N-lands. Á fimmtudag: N-læg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Stöku él með norðurströndinni en annars léttskýjað. Frost 3 til 13 stig, kaldast N-til. Á föstudag: Austan stormur með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst um kvöldið. Hiti um eða yfir frostmarki S-til, en vægt frost N-lands. Á laugardag: Suðaustlæg átt og rigning eða slydda með köflum S-lands, annars að mestu bjart. Hvessir og bætir í úrkomu S- og A-til um kvöldið. Vægt frost, en hiti 0 til 3 stig syðst. Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða slyddu NA-til, en annars skýjað. Hægt kólnandi. Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Norðan hríð er nú á Norðurlandi og Vestfjörðum og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Hægari vindur er í öðrum landshlutum, en í dag mun hvessa vestanlands og á Austurlandi með éljagangi. Frost verður á bilinu 0 til 4 stig, en heldur hlýnandi er líður á daginn. „Í nótt og á morgun dregur síðan úr vindi og úrkomu á landinu og annað kvöld verður vindur víðast hvar á bilinu 3-10 m/s, léttskýjað sunnantil en ennþá stöku él um landið norðanvert. Útlit er fyrir hæga norðlæga átt á miðvikudag og fimmtudag með bjartviðri og talsverðu frosti,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Vetrarfærð í öllum landshlutum Vetrarfærð er í öllum landshlutum og éljagangur eða snjókoma á Vestfjörðum og í Norðurlandi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að á víða sé þæfingsfærð á Vestfjörðum eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum og Klettshálsi og beðið með mokstur vegna veðurs. Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð á vegum. Ófært er á Þverárfjalli en unnið að hreinsun. Víkurskarð er einnig ófært og beðið með mokstur vegna veðurs. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi við Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðaustan 8-15 m/s og él fyrir norðan, en þurrt syðra. Dregur heldur úr vindi og éljum þegar kemur fram á daginn. Frost 0 til 5 stig. Á miðvikudag: Norðaustan 8-13 m/s NV-til og við SA-ströndina, en annars hægari. Lítilsháttar él við N-ströndina, él eða snjókoma við S-ströndina, en annarsbjart með köflum og þurrt að kalla. Frost 1 til 10 stig, mest í innsveitum N-lands. Á fimmtudag: N-læg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Stöku él með norðurströndinni en annars léttskýjað. Frost 3 til 13 stig, kaldast N-til. Á föstudag: Austan stormur með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst um kvöldið. Hiti um eða yfir frostmarki S-til, en vægt frost N-lands. Á laugardag: Suðaustlæg átt og rigning eða slydda með köflum S-lands, annars að mestu bjart. Hvessir og bætir í úrkomu S- og A-til um kvöldið. Vægt frost, en hiti 0 til 3 stig syðst. Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða slyddu NA-til, en annars skýjað. Hægt kólnandi.
Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira