Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Hildur Guðnadóttir varð í nótt fyrst Íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaunin eftirsóttu. Sýnt verður frá Óskarsverðlaunahátíðinni í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt við fjölskyldumeðlimi Hildar.

Þar sýnum við líka myndefni frá Sauðárkróki þar sem varð umtalsvert tjón í flóðum í dag, greinum frá nýjustu tíðindum af loðnuleitinni á Íslandsmiðum og hittum kínverkan myntsölumann sem fær ekki að skipta íslenskri smámynt sem nemur um einni komma sex milljónum króna í Seðlabankanum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×