Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hófu tveggja og hálfs dags verkfall í hádeginu í dag. Verkfallið hefur áhrif víða og þurfti til að mynda að senda 3500 börn heim af leikskólum vegna þess í dag. Í fréttum Stöðvar 2 förum við yfir stöðuna og líkleg áhrif verkfallsins næstu daga.

Í fréttatímanum hittum við líka þrettán ára stúlku sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum. Stúlkan fær svokallað hjólastólahjól ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf heldur þarf aðstoðarmann sem sér um það. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti fengið uppfylltan draum sinn um að hjóla á ný.

Loks verður rætt við skyndihjálparmann ársins auk þess sem við prófum nýjan sjóveikihermi, sem vísindamenn vona að hjálpi þeim að finna lækningu við sjóveiki.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×