Bein útsending: Samtal við Hildi Guðnadóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 16:00 Hildur fagnar Óskarsverðlaununum aðfaranótt mánudags í Dolby leikhúsinu í Hollywood. Getty Images/Kevin Winter Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hófst í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor skólans sem Hildur nam við á sínum tíma, ræðir við hana í beinni útsendingu klukkan 17. Streyminu verður miðlað á Vísi. Hildur var ein af þeim fyrstu sem útskrifaðist af tónsmíðbraut með áherslu á nýmiðla frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hildur nam einnig við Listaháskóla Berlínar en hún hóf ung að árum að læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Undanfarin misseri hefur Hildur verið áberandi í tónlistarheiminum og gengið sannkallaða sigurgöngu. Verkefni hennar hafa verið verðlaunuð og viðurkennd á fjölbreyttum vettvangi og hún hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, ekki síst tónlist samda fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að auki hefur Hildur samið tónlist fyrir leik- og dansverk og gefið út eigin tónlist. Hildur hefur haslað sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin, að því er segir í umfjöllun um erindi Hildar á vef Listaháskóla Íslands. Beint streymi má sjá hér að neðan. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Skóla - og menntamál Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hófst í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor skólans sem Hildur nam við á sínum tíma, ræðir við hana í beinni útsendingu klukkan 17. Streyminu verður miðlað á Vísi. Hildur var ein af þeim fyrstu sem útskrifaðist af tónsmíðbraut með áherslu á nýmiðla frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hildur nam einnig við Listaháskóla Berlínar en hún hóf ung að árum að læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Undanfarin misseri hefur Hildur verið áberandi í tónlistarheiminum og gengið sannkallaða sigurgöngu. Verkefni hennar hafa verið verðlaunuð og viðurkennd á fjölbreyttum vettvangi og hún hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, ekki síst tónlist samda fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að auki hefur Hildur samið tónlist fyrir leik- og dansverk og gefið út eigin tónlist. Hildur hefur haslað sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin, að því er segir í umfjöllun um erindi Hildar á vef Listaháskóla Íslands. Beint streymi má sjá hér að neðan.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Skóla - og menntamál Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira