Menning

Bein útsending: Samtal við Hildi Guðnadóttur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildur fagnar Óskarsverðlaununum aðfaranótt mánudags í Dolby leikhúsinu í Hollywood.
Hildur fagnar Óskarsverðlaununum aðfaranótt mánudags í Dolby leikhúsinu í Hollywood. Getty Images/Kevin Winter

Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hófst í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor skólans sem Hildur nam við á sínum tíma, ræðir við hana í beinni útsendingu klukkan 17. Streyminu verður miðlað á Vísi.

Hildur var ein af þeim fyrstu sem útskrifaðist af tónsmíðbraut með áherslu á nýmiðla frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hildur nam einnig við Listaháskóla Berlínar en hún hóf ung að árum að læra á selló í Tónlistarskóla Reykjavíkur.

Undanfarin misseri hefur Hildur verið áberandi í tónlistarheiminum og gengið sannkallaða sigurgöngu. Verkefni hennar hafa verið verðlaunuð og viðurkennd á fjölbreyttum vettvangi og hún hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, ekki síst tónlist samda fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að auki hefur Hildur samið tónlist fyrir leik- og dansverk og gefið út eigin tónlist.

Hildur hefur haslað sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin, að því er segir í umfjöllun um erindi Hildar á vef Listaháskóla Íslands.

Beint streymi má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.