Innlent

Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri á Baldri, tók þessa mynd af Þór fyrr í vikunni.
Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri á Baldri, tók þessa mynd af Þór fyrr í vikunni.

Landhelgisgæslan er með aukinn viðbúnað vegna óveðursins sem gengur yfir landið í nótt og á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Varðskipið Þór hélt frá Reykjavík klukkan 15 í dag og heldur á Vestfirði. Alla jafna er eitt varðskip á sjó hverju sinni en vegna veðursins var ákveðið að áhöfnin á varðskipinu Tý væri í viðbragðsstöðu í Reykjavík. Enn fremur eru tvær þyrlur til taks auk tveggja þyrluáhafna ef á þarf að halda.

Þá hvetur Landhelgisgæslan eigendur og umsjónarmenn skipa og báta að huga að þeim vegna þessa slæma veðurs. Auk þess bendir LHG á að öldu- og vindáhlaðandi, samfara þeim lága loftþrýstingi sem spáð er, geti bætt talsvert við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefa til kynna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×