Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Rauð viðvörun hefur verið sett á höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurnes, alla Suðurströnd landsins og Suðurausturland vegna óveðurs  sem gengur inn á landið í nótt og í fyrramálið. Fjallað verður ítarlega um veðrið og áhrif þess í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig er rætt við iðnaðarráðherra sem segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Í fréttatímanum förum við á hjúkrunarheimilið Seljahlíð. Forstöðumaðurinn þar segir íbúa ekki hafa komist i bað síðustu daga og kvíður næstu viku þegar ótímabundið verkfall Eflingar skellur á ef ekki nást samningar.

Við heyrum í skipstjóra á litlum línubát í Grindavíkurhöfn sem segir mokveiðast við upphaf vetrarvertíðar og við förum á listaráðstefnu Listaháskólans þar sem óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir ávarpaði nemendur í gegnum fjarfundarbúnað.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×