Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:00 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/vilhelm Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“ Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira