Dönsuðu fyrir baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2020 12:00 Fjölmargar söngkonur koma fram í Hörpu í dag. Dansbyltingin Milljarður rís á vegum UN Women á Íslandi fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Dansinn dunar frá klukkan 12:15 og stendur byltingin yfir í um 45 mínútur. Reiknað er með að nokkur þúsund Íslendingar og gestir stígi trylltan dans úti um allt land til að mótmæla ofbeldi gegn konum um allan heim. Um er að ræða alheimsdansbyltingu. Viðburðurinn átti að fara fram á föstudaginn, líkt og víðast hvar í heiminum, en var frestað vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Bein útsending verður frá Hörpu á Vísi og eiga því allir, hvort sem þeir eru fastir í vinnu eða eiga ekki heimangengt af öðrum ástæðum, kost á því að geta hækkað græjurnar í botn og stigið dans. Ókeypis er í Hörpu og sömuleiðis í bílastæði hússins. UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. DJ Margeir er tónlistarstjóri í ár eins og fyrri ár og reiðir fram glæsta tónlistarveislu í samstarfi við úrvalslið íslenskra tónlistarkvenna. Fram koma þær Elísabet Ormslev, Hera Björk, Matthildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee. Ein af hverjum þremur konum í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi - þar er Ísland engin untantekning. Annan hvern dag leitar kona á landsspítalann vegna heimilisofbeldis samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra. Með því að mæta og dansa með heimsbyggðinni gefur þú ofbeldi fingurinn í eitt skipti fyrir öll. Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir og myndbönd og birta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #milljarðurris. Milljarður rís fer víðar fram en í Hörpu á sama tíma. Einnig verður dansað í 88 Húsinu í Reykjanesbæ, Kvikunni í Grindavík, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hólmavík og Íþróttamiðstöðinni á Djúpavík. Þetta er í áttunda sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Uppfært klukkan 13:35Útsendingunni er lokið en upptöku má sjá hér að neðan. Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Dansbyltingin Milljarður rís á vegum UN Women á Íslandi fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Dansinn dunar frá klukkan 12:15 og stendur byltingin yfir í um 45 mínútur. Reiknað er með að nokkur þúsund Íslendingar og gestir stígi trylltan dans úti um allt land til að mótmæla ofbeldi gegn konum um allan heim. Um er að ræða alheimsdansbyltingu. Viðburðurinn átti að fara fram á föstudaginn, líkt og víðast hvar í heiminum, en var frestað vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Bein útsending verður frá Hörpu á Vísi og eiga því allir, hvort sem þeir eru fastir í vinnu eða eiga ekki heimangengt af öðrum ástæðum, kost á því að geta hækkað græjurnar í botn og stigið dans. Ókeypis er í Hörpu og sömuleiðis í bílastæði hússins. UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. DJ Margeir er tónlistarstjóri í ár eins og fyrri ár og reiðir fram glæsta tónlistarveislu í samstarfi við úrvalslið íslenskra tónlistarkvenna. Fram koma þær Elísabet Ormslev, Hera Björk, Matthildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee. Ein af hverjum þremur konum í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi - þar er Ísland engin untantekning. Annan hvern dag leitar kona á landsspítalann vegna heimilisofbeldis samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra. Með því að mæta og dansa með heimsbyggðinni gefur þú ofbeldi fingurinn í eitt skipti fyrir öll. Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir og myndbönd og birta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #milljarðurris. Milljarður rís fer víðar fram en í Hörpu á sama tíma. Einnig verður dansað í 88 Húsinu í Reykjanesbæ, Kvikunni í Grindavík, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hólmavík og Íþróttamiðstöðinni á Djúpavík. Þetta er í áttunda sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Uppfært klukkan 13:35Útsendingunni er lokið en upptöku má sjá hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira