Innlent

Vél kastaðist úr bif­reið í á­rekstrinum nærri Blöndu­ósi

Eiður Þór Árnason skrifar
Áreksturinn varð á hringveginum við Stóru-Giljá á þriðja tímanum.
Áreksturinn varð á hringveginum við Stóru-Giljá á þriðja tímanum. Kortagrunnur Map.is

Þrír eru alvarlega slasaðir og hafa verið fluttir með þyrlu á Landspítalann eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Þjóðvegi 1 við Stóru-Giljá á þriðja tímanum í dag. Slysið átti sér stað um fimmtán kílómetra suður af Blönduósi.

Þrír aðrir minna slasaðir voru fluttir með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Norðurlands til aðhlynningar. Búið er að fjarlægja ökutækin af vettvangi og opna aftur fyrir umferð um Þjóðveginn, að sögn Vilhjálms Stefánssonar, rannsóknarlögreglumanns á Blönduósi.

Ekki er vitað um líðan hinna slösuðu að svo stöddu en um var að ræða Íslendinga. Bifreiðarnar tvær eru gjörónýtar og kastaðist vélin úr öðrum bílnum við áreksturinn.

Að sögn Vilhjálms var nokkur hálka á veginum þegar slysið átti sér stað. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt og virðist sem ökumaður annars fólksbílsins hafi misst stjórn á honum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.