Lífið

Það kostar 1,7 milljónir að skoða Ísland með Fjallinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór Júlíus starfar sem leiðsögumaður í hjáverkum.
Hafþór Júlíus starfar sem leiðsögumaður í hjáverkum. Myndir/Skjáskot af vefsíðu Luminary Experiences

Á vefsíðunni Luminary Experiences er hægt að festa kaup á sex daga ferð til Íslands þar sem aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með þig um landið.

Kostnaðurinn er tæplega 1,7 milljónir króna og er bæði hægt að gista í tvíbýli og sem einstaklingur. Í tvíbýli kostar ferðin 12700 dollara á mann en í einstaklingsherbergi mun það ver 13200 dollarar. 

Á vefsíðunni er talað um að ferðamennirnir muni njóta lífsins hér á landi með sterkasta manni heims og Game of Thrones stjörnunni Fjallinu.

Dagskráin fer að mestu leyti fram fyrstu fimm dagana. Ferðmennirnir skoða staði á borð við Raufarhólshelli, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Sólheimajökul, Vestmannaeyjar, Þríhnjúkagíg, Bláa Lónið (þar sem er gist á lúxushóteli), Reykjavík, hvalaskoðun og margt fleira. Leiðsögumaðurinn er síðan Hafþór Júlíus Björnsson.

Gist er í þrjár nætur á Hótel Rangá og í tvær nætur í Bláa Lóninu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.