Lífið

Leikkona úr M*A*S*H-þáttunum fallin frá

Atli Ísleifsson skrifar
Kelley Nakahara fór með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í M*A*S*H.
Kelley Nakahara fór með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í M*A*S*H.

Bandaríska leikkonan Kellye Nakahara Wallett, sem gerði garðinn frægan í þáttunum M*A*S*H, er látin, 72 ára að aldri. Hún hafði glímt við krabbamein um nokkurra ára skeið.

Nakahara fór með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í þáttunum sem framleiddir voru á árunum 1972 til 1983.

Þættirnir nutu mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar um heim, en þeir fjölluðu um líf bandarísks herliðs í Kóreu á tímum Kóreustríðsins.

Nakahara andaðist á heimili sínu í Pasadena í Kaliforníu á sunnudaginn.

Auk þess að fara með hlutverk í M*A*S*H fór hún einnig með hlutverk í fjölda kvikmynda, meðal annars Black Day Blue Night frá árinu 1995. Þá var hún einnig virk myndlistarkona.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.