Lífið

Leikkona úr M*A*S*H-þáttunum fallin frá

Atli Ísleifsson skrifar
Kelley Nakahara fór með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í M*A*S*H.
Kelley Nakahara fór með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í M*A*S*H.

Bandaríska leikkonan Kellye Nakahara Wallett, sem gerði garðinn frægan í þáttunum M*A*S*H, er látin, 72 ára að aldri. Hún hafði glímt við krabbamein um nokkurra ára skeið.

Nakahara fór með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í þáttunum sem framleiddir voru á árunum 1972 til 1983.

Þættirnir nutu mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar um heim, en þeir fjölluðu um líf bandarísks herliðs í Kóreu á tímum Kóreustríðsins.

Nakahara andaðist á heimili sínu í Pasadena í Kaliforníu á sunnudaginn.

Auk þess að fara með hlutverk í M*A*S*H fór hún einnig með hlutverk í fjölda kvikmynda, meðal annars Black Day Blue Night frá árinu 1995. Þá var hún einnig virk myndlistarkona.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.