„Skammarlistinn“ á Grand hótel brot á persónuverndarlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:38 Umræddur veikindalisti sést hér hanga á töflu á Grand hótel. Mynd/Efling Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins. Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins.
Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47