„Skammarlistinn“ á Grand hótel brot á persónuverndarlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:38 Umræddur veikindalisti sést hér hanga á töflu á Grand hótel. Mynd/Efling Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins. Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins.
Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47