Innlent

Íslenskir þingmenn hentu í víkingaklapp á Nýja-Sjálandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jörundur, Steingrímur og Hanna Katrín buðu upp á víkingaklapp ásamt Helga Hrafni sem sést glytta í fyrir aftan Steingrím. Ekki fylgir hvort heimamenn hafi svarað með haka-dansi.
Jörundur, Steingrímur og Hanna Katrín buðu upp á víkingaklapp ásamt Helga Hrafni sem sést glytta í fyrir aftan Steingrím. Ekki fylgir hvort heimamenn hafi svarað með haka-dansi.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar og Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu buðu upp á víkingaklapp að hætti stuðningsmanna knattspyrnulandsliða Íslands í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja-Sjálands á dögunum.

Á heimasíðu Alþingis kemur fram að meðal þess sem hæst bar var þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Ááætlað er að um 100 nýsjálenskir gestir sæki stóra jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í lok apríl.

Þá fundaði íslenski hópurinn með forseta öldungadeildar Ástralíuþings, Scott Ryan, og forseta fylkingsþingsins í Viktoríu, Colin Brooks.

Heimsókn Íslendinganna er gerð afar góð skil á vef þingsins þar ytra eins og sjá má að neðan. Þingmennirnir láta afar vel af veru sinni á Nýja-Sjálandi og minntist Helgi Hrafn á að túlkun Íslendinga og íbúa Nýja-Sjálands á slæmu veðri væri gjörólík.

Þá bauð Steingrímur upp á rímnasöng eins og sjá má í upphafi myndbandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×