Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 19:30 Íslensk fyrirtæki þurfa að kaupa upprunavottorð til að sýna fram á að vörur þeirra séu framleiddar með grænni orku. vísir/vilhelm Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira