Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hávær krafa hefur verið um að ráðherrann grípi inn í mál íranskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi. Áslaug Arna minnist ekki á mál Shahidi-fjölskyldunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í kvöld. Þar fer hún almennt yfir stöðu útlendingamála og hælisleitenda á Íslandi. Hún segir að með tilkomu kærunefndar útlendingamála árið 2015 hafi úrskurðarvald í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd færst frá dómsmálaráðherra til nefndarinnar. Nefndinni hafi ekki síst verið komið á fót vegna gagnrýni frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands á að ráðuneyti hafi endurskoðað ákvarðanir undirstofnana sinna áður. „Kærunefnd útlendingamála hefur sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Þótt dómsmálaráðherra fari með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir yfir nefndinni í samræmi við þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt íslenskri stjórnskipan þá hefur ráðherra ekki heimild til að hafa bein afskipti eða önnur áhrif á málsmeðferð eða niðurstöður í einstökum málum,“ skrifar Áslaug Arna. Afskipti grafi undan kerfinu Ráðherrann segir að einstök mál sem hafi varpað ljósi á alvarlega galla í kerfinu hafi orðið til þess að stjórnvöld endurskoði reglur um málefni útlendinga. „Slík afskipti heyra til undantekninga en réttlæta ekki stöðug inngrip stjórnmálamanna. Slík háttsemi grefur undan kerfinu og dregur úr fagmennsku við framkvæmdina,“ skrifar Áslaug Arna. Mál Shahidi-fjölskyldunnar hefur ekki síst vakið athygli vegna transpiltsins Maní. Fjölskyldan segist óttast hrottalegt ofbeldi verði henni á endanum vísað til Írans. Íslensk stjórnvöld ætla að vísa fjölskyldunni til Portúgal þar sem hún hafði fyrst viðkomu á leið sinni til Íslands. Maní var lagður inn á barnageðdeild á dögunum en áfram stendur til að vísa fjölskyldunni úr landi. Áslaug Arna segir að Útlendingastofnun bjóði nú börnum í fylgd til viðtals eftir aldri þeirra og þroska. Málsmeðferðartími hafi verið styttur í málefnum barna til að tryggja að þau fái efnismeðferð hafi mál þeirra dregist. „Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að því að endurmeta lagaumhverfið á þessu sviði. Líkt og flestir vil ég mæta þeim sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd af mannúð og sanngirni. Ég mun áfram beita mér fyrir því að meðferð mála sé sanngjörn og að kerfið sé skilvirkt,“ skrifar hún. Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hávær krafa hefur verið um að ráðherrann grípi inn í mál íranskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi. Áslaug Arna minnist ekki á mál Shahidi-fjölskyldunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í kvöld. Þar fer hún almennt yfir stöðu útlendingamála og hælisleitenda á Íslandi. Hún segir að með tilkomu kærunefndar útlendingamála árið 2015 hafi úrskurðarvald í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd færst frá dómsmálaráðherra til nefndarinnar. Nefndinni hafi ekki síst verið komið á fót vegna gagnrýni frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands á að ráðuneyti hafi endurskoðað ákvarðanir undirstofnana sinna áður. „Kærunefnd útlendingamála hefur sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Þótt dómsmálaráðherra fari með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir yfir nefndinni í samræmi við þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt íslenskri stjórnskipan þá hefur ráðherra ekki heimild til að hafa bein afskipti eða önnur áhrif á málsmeðferð eða niðurstöður í einstökum málum,“ skrifar Áslaug Arna. Afskipti grafi undan kerfinu Ráðherrann segir að einstök mál sem hafi varpað ljósi á alvarlega galla í kerfinu hafi orðið til þess að stjórnvöld endurskoði reglur um málefni útlendinga. „Slík afskipti heyra til undantekninga en réttlæta ekki stöðug inngrip stjórnmálamanna. Slík háttsemi grefur undan kerfinu og dregur úr fagmennsku við framkvæmdina,“ skrifar Áslaug Arna. Mál Shahidi-fjölskyldunnar hefur ekki síst vakið athygli vegna transpiltsins Maní. Fjölskyldan segist óttast hrottalegt ofbeldi verði henni á endanum vísað til Írans. Íslensk stjórnvöld ætla að vísa fjölskyldunni til Portúgal þar sem hún hafði fyrst viðkomu á leið sinni til Íslands. Maní var lagður inn á barnageðdeild á dögunum en áfram stendur til að vísa fjölskyldunni úr landi. Áslaug Arna segir að Útlendingastofnun bjóði nú börnum í fylgd til viðtals eftir aldri þeirra og þroska. Málsmeðferðartími hafi verið styttur í málefnum barna til að tryggja að þau fái efnismeðferð hafi mál þeirra dregist. „Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að því að endurmeta lagaumhverfið á þessu sviði. Líkt og flestir vil ég mæta þeim sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd af mannúð og sanngirni. Ég mun áfram beita mér fyrir því að meðferð mála sé sanngjörn og að kerfið sé skilvirkt,“ skrifar hún.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09