Innlent

Ein­stök mynd náðist af snævi­þöktu Fróni

Eiður Þór Árnason skrifar
Heiðskírt eða léttskýjað var víðast hvar á landinu stuttu eftir hádegi í gær.
Heiðskírt eða léttskýjað var víðast hvar á landinu stuttu eftir hádegi í gær. NASA

Sérlega falleg gervihnattamynd náðist af Íslandi í gær en aðstæður til slíkrar myndatöku voru óvenjugóðar á meðan lítil og heldur gagnsæ skýjahula var yfir landinu. Myndin sýnir snæviþakta jörð víðast hvar og er ljóst að vetur konungur ríkir enn.

Umrædd mynd var tekin stuttu eftir hádegi í gær með tækjum um borð í gervitunglum bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA). Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á myndinni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×