Enski boltinn

Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið um­ferðarinnar hjá BBC

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes. vísir/getty

Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon.

Bruno lék allan leikinn er United gerði markalaust jafntefli við Wolves á heimavelli. United var með boltann nær allan leikinn en náði ekki að koma boltanum í net Úlfanna.

Þrátt fyrir markaleysið er Bruno í liði umferðarinnar hjá BBC en það er valið af Garth Crooks, fyrrum leikmanni í enska boltanum og nú spekingi hjá BBC.







Í umsögninni um Bruno eftir leikinn segir:

„Eini ljósi punkturinn hjá Ole Gunnar Solskjær var frammistaða Portúgalans Bruno Fernandes. Miðjumaðurinn kom einungis tveimur dögum fyrir leikinn og ef þetta er frammistaðan er brot af því sem keur frá honum gæti þetta litið öðruvísi út hjá United.“

Liverpool á þrjá leikmenn í liði heglarinnar líkt og Tottenham en Everton, Man. United, Chelesa, Bournemouth og West Ham eiga sitt hvorn leikmanninn.

Lið umferðarinnar í heild sinni:

Hugo Lloris (Tottenham)

Antonio Rudiger (Chelsea)

Yerry Mina (Everton)

Nathan Ake (Bournemouth)

Steven Bergwijn (Tottenham)

Jordan Henderson (Liverpool)

Bruno Fernandes (Manchester United)

Robert Snodgrass (West Ham)

Mohamed Salah (Liverpool)

Roberto Firmino (Liverpool)

Son Heung-min (Tottenham)




Tengdar fréttir

Vildi Bruno Fernandes fara til Wolves eftir allt saman?

Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United á miðvikudaginn var og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Wolverhampton Wanderers. Hann var svo óvænt mættur í treyju Wolves að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×