Enski boltinn

Vildi Bruno Fernandes fara til Wolves eftir allt saman?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fernandes í leiknum í gær.
Fernandes í leiknum í gær. Vísir/Getty

Portúgalinn Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United á miðvikudaginn var og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Wolverhampton Wanderers. En Fernandes var óvænt mættur í treyju Wolves er gekk í fyrsta sinn af Old Trafford.

Fernandes, sem Manchester United hefur viljað síðan síðasta sumar, átti ágætis leik og var á endanum valinn maður leiksins af vefsíðu heimaliðsins. Hann vildi alltaf fá boltann og var óhræddur við að láta samherja sína heyra það. 

Honum tókst þó ekki að skora en þetta var þriðji leikur félaganna á tímabilinu og hefur aðeins eitt mark litið dagsins ljós á þeim tíma. Það gera alls 270 mínútur.

Það var þó ekki það sem Bruno Fernandes vakti mesta athygli fyrir í gær en er hann klappaði fyrir stuðningsmönnum Man Utd að leik loknum var hann óvænt kominn í treyju af leikmanni Wolves. 

Eflaust var hann að skipta við einvhern af sínum mörgum félögum í Wolves en í byrjunarliði liðsins í gær voru fjórir Portúgalir. Við hvern hann skipti er alls óvíst en ljóst er að hann þakkaði fyrir sinn fyrsta leik á Old Trafford í treyju frá gestaliðinu.

Það má því reikna með að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi látið sinn nýjasta leikmann fá það óþvegið er hann kom inn í klefa en hann. Líkt og Sir Alex Ferguson á árum áður vill Solskjær að leikmenn skipti um treyjur í göngunum á leið inn í klefa. Ekki fyrir framan stuðningsmennina.


Tengdar fréttir

Markalaust hjá Manchester United og Wolves

Manchester United og Wolverhampton Wanderers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta fyrsti leikur Bruno Fernandes fyrir Man Utd en hann lék allan leikinn á miðju liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×