Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Bruno Fernandes skrifar undir samning sinn við Manchester United sem er til 2025. Mynd/Twitter/@ManUtd Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira