Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Bruno Fernandes skrifar undir samning sinn við Manchester United sem er til 2025. Mynd/Twitter/@ManUtd Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira