Lífið

Litla föndurhornið: Frozen afmælisgjöf

Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.

Við eigum litla frænku sem er mikill Frozen aðdáandi og þegar Frozen aðdáandi á afmæli þá verður hún að fá Frozen afmælisgjöf ekki satt? 

Ég byrjaði á þessu apaspili sem ég keypti í Tiger og svo átti ég líka þessa litlu sætu tréstafi. Ef þú átt ekki tréstafi, og finnur þá ekki í búðum eða á Ali, ekki láta það stoppa þig, þú til dæmis notað límmiða, eða stensla. Ok, það vandamál leyst. Ég málaði tvo af plöttunum hvíta og einn grænan, tvo af stöfunum græna og einn hvítan.

Ég notaði spýtu úr Tiger en þú getur líka notað reglustriku, ég á dóttur sem finnst föndurdótið mitt mjög spennandi og ég fann ekki reglustikuna mína. Svo notaði ég Paintmarker til að gera línur á plattana þannig að þetta liti út eins og viður.

Svo þurrburstaði ég yfir hvítu plattana með grænu málningunni og yfir græna plattann með hvítu málningunni. Svo fór ég á netið og fann myndir af þeim systrum, Elsu og Önnu og vini þeirra Ólafi, prentaði þær út, klippti til og notaði Mod Podge (límlakk, get ekki verið án þess) til að festa þær á plattana.

Svo tók ég borða og límdi hann á bakið á öllum plöttunum. 

Efst þá festi ég hengi, og endaði á því að búa til litla sæta slaufu og festa efst á efsta plattann. 

Og núna er bara ein spurning eftir, viltu koma að gera snjókarl?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×