Mál Muhammeds hafi varpað ljósi á galla í kerfinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15