Mál Muhammeds hafi varpað ljósi á galla í kerfinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent