Mál Muhammeds hafi varpað ljósi á galla í kerfinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15