„Þetta er bara látið malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 08:42 Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla. Aðsend/Getty Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47