Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 21:47 Kolbeinsey er enn á sínum stað. Skjáskot/YouTube Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“ Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“
Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels