Lífið

Mynd­band Hildar Völu fyrir Söngva­keppnina úr smiðju sam­starfs­manns Damien Rice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Vala tekur þátt í Söngvakeppninni.
Hildur Vala tekur þátt í Söngvakeppninni.

Hildur Vala Einarsdóttir er meðal flytjenda í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár og sendir hún lagið Fellibylur inn í keppnina. Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög myndu taka þátt í keppninni í ár.

Höfundar lagsins eru þau Hildur Vala og Jón Ólafsson, en Bragi Valdimar Skúlason gerði textann.

Myndbandið gerði Kanadamaðurinn Blair Alexander Massie sem hefur m.a. unnið  með Damien Rice og Gyðu Valtýs, svo fáein dæmi séu nefnd. 

Hildur Vala bar sigur úr bítum Idol stjörnuleit árið 2005 og hefur sent frá sér þrjár sólóplötur á sínum ferli.

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sjálft.


Tengdar fréttir

Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020

Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa.

Listi yfir keppendur í Söngvakeppninni birtur

Svo virðist sem listi yfir væntanlega þátttakendur í Söngvakeppni sjónvarpsins hafi verið birtur á Spotify en opinberun listans er ekki á dagskrá RÚV fyrr en í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.