Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira