Menning

Margrét hlaut Guldbaggen-verðlaunin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður.
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður. Vísir/Aðsend

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hlaut í kvöld Guldbaggen-verðlaunin, verðlaun sem veitt eru af sænsku kvikmyndaakademíunni.

Margrét hlaut verðlaunin fyrir búningahönnun í kvikmyndinni Eld og lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein.

Áður hefur Margrét unnið til Edduverðlauna fyrir búningahönnun, og þá fyrir kvikmyndir á borð við Hrúta, Vonarstræti og Á Annan veg.

Guldbaggen-verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun Svíþjóðar, og hafa þau oft verið sett í samhengi við Óskarsverðlaunin, sem veitt eru í Bandaríkjunum. Í kvöld eru verðlaunin veitt í 54. sinn, en þau voru fyrst veitt árið 1964.

Hér má lesa nánar um verðlaunahátíð kvöldsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.