Innlent

Von á talsverðri rigningu í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Síðan á að ganga í sunnan 13-20 í kvöld og nótt með talsverði rigningu, en úrkomuminna norðaustanlands.
Síðan á að ganga í sunnan 13-20 í kvöld og nótt með talsverði rigningu, en úrkomuminna norðaustanlands. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands spáir minnkandi suðvestanátt með morgninum, 5-13 m/s í kringum hádegi og él eða slydduél víða, en bjart austantil á landinu. Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að hiti verði um og yfir frostmarki. Síðan á að ganga í sunnan 13-20 í kvöld og nótt með talsverði rigningu, en úrkomuminna norðaustanlands.

Með þessu á að hlýna töluvert, en búist er við 5 til 13 stiga hita fyrri part dags á morgun, hlýjast í hnúkaþey norðaustantil. Snýst í suðvestan 15-23 síðdegis á morgun með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert. Það dregur svo ekki að ráði úr suðvestanáttinni fyrr en á föstudag, segir veðurfræðingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×