Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 12:44 Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum. Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu og Matvælastofnun. Fyrstu einkenni byrjuðu 12. janúar og var eitrunin staðfest tæpri viku síðar. Uppruna eitrunarinnar er nú ákaft leitað í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalækni auk sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og rannsóknarstofu Matís. Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Bótulismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi, loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömunum sem leitt geta til dauða, að því er segir á vef Landlæknis. Tími frá neyslu mengaðra matvæla til veikinda er stuttur, frá nokkrum klukkustundum til þriggja sólarhringa og helstu einkenni eru hratt vaxandi lamanir. Ekkert bendir þó til þess í yfirstandandi rannsókn að upprunann megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Almennar ráðleggingar við meðhöndlun matvæla frá Landlækni: Forðist bólgnar/gallaðar niðursuðudósir/umbúðir Skolið grænmeti og ávexti fyrir notkun Haldið hráum og elduðum matvælum aðskildum Hitið matvæli nægjanlega mikið og tryggið hraða kælingu ef þeirra er ekki neytt strax Haldið kælivörum við 0–4 °C Fylgið leiðbeiningum og geymsluþolsmerkingum á matvælum Nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar og embættis landlæknis. Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu og Matvælastofnun. Fyrstu einkenni byrjuðu 12. janúar og var eitrunin staðfest tæpri viku síðar. Uppruna eitrunarinnar er nú ákaft leitað í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalækni auk sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og rannsóknarstofu Matís. Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Bótulismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi, loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömunum sem leitt geta til dauða, að því er segir á vef Landlæknis. Tími frá neyslu mengaðra matvæla til veikinda er stuttur, frá nokkrum klukkustundum til þriggja sólarhringa og helstu einkenni eru hratt vaxandi lamanir. Ekkert bendir þó til þess í yfirstandandi rannsókn að upprunann megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Almennar ráðleggingar við meðhöndlun matvæla frá Landlækni: Forðist bólgnar/gallaðar niðursuðudósir/umbúðir Skolið grænmeti og ávexti fyrir notkun Haldið hráum og elduðum matvælum aðskildum Hitið matvæli nægjanlega mikið og tryggið hraða kælingu ef þeirra er ekki neytt strax Haldið kælivörum við 0–4 °C Fylgið leiðbeiningum og geymsluþolsmerkingum á matvælum Nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar og embættis landlæknis.
Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira