Icelandair aflýsir fjölda flugferða vegna óveðurs á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 15:09 Röskun á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44