Innlent

Formlegri leit að Rimu hætt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Rima er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey.
Rima er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Lögreglan á suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi hefur hætt leit að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur. Hennar hefur verið leitað frá 23. desember síðastliðnum, en hún er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey þann 20. desember og látist.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

„Leit að henni hefur ekki borið árangur en henni hefur verið sinnt bæði formlega af stórum hópum björgunarsveitarmanna og einnig af minni hópum sem fylgst hafa með reki á fjörur á líklegum stöðum,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur einnig fram að óformlegu eftirliti verði áfram sinnt eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Formlegri leit sé hins vegar lokið.

Tilkynningu lögreglunnar má lesa hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.