Innlent

Bönkuðu og réðust á þann sem kom til dyra

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkuð var um stúta í nótt sem voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Nokkuð var um stúta í nótt sem voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Þrír til fjórir ungir menn bönkuðu hjá íbúa í kjallara í Hlíðunum í nótt og réðust svo á þann sem kom til dyra. Við það brotnaði rúða og hlupu drengirnir svo á brott. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglunni barst einnig tilkynning í nótt um að verið væri að stela leigukerru frá bensínstöð í Breiðholti. Ökumaður varð var þjófnaðinn og elti bílinn sem þjófarnir notuðust við. Að endingu urðu þeir varir við eftirförina, stoppuðu og losuðu sig við kerruna. Þeir óku svo á brot og voru ekki gómaðir.

Lögreglan þurfti þar að auki að vista ofurölvi mann í fangageymslu í nótt þar sem hann gat ekki tjáð sig um hvar hann byggi eða gert grein fyrir sér. Sökum veðurs var ákveðið að vista hann á fangageymslu.

Þá var nokkuð um stúta í nótt sem voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.