Vetrarfærð í flestum landshlutum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 06:30 Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Vegagerðin Vetrarfærð er í flestum hlutum landsins og er slæmt ferðaveður um vestan- og norðvestanvert landið. Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Draga mun úr vindi í nótt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, og er spáð breytilegri átt, 3-10 m/s á morgun. Létta á til þegar líður á morgundaginn. Undir annað kvöld á þó að bæta í vind aftur og snjóa. Snjóþekja og stórhríð er á Hellisheiði og er varað við dimmum éljum fyrri hluta dagsins. Þá segir Vegagerðin að mögulegt væri að heiðinni og Þrengslum yrði lokað með stuttum fyrirvara. Þröskuldar eru ófærir og það sama gildir um Klettsháls og Hálfdán. Óvissustig er á Súðavíkurhlíð þar sem veginum hefur verið lokað. Þá er slæmt ferðaveður á milli Akureyrar og Húsavíkur og Akureyrar og Mývatns. Mjög hvasst er á svæðinu og blindhríð. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austanlands. Frost 0 til 5 stig. Seinnipartinn gengur í austan 10-18 með snjókomu og síðar slyddu á sunnanverðu landinu og hægt hlýnandi veðri. Á laugardag: Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt eftir hádegi. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum við suðurströndina. Á sunnudag: Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig. Á mánudag: Suðaustlæg átt, bjartviðri en stöku él. Frost um land allt. Hvessir af austri syðst um kvöldið. Á þriðjudag: Stíf austlæg átt og él, en úrkomulítið vestantil. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga norðaustlæga átt og bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Frost um allt land. Yfirlit: Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða slæmt ferðaveður um vestan og norðvestanvert landið. Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá klukkan 06:30 – 22:00 alla daga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 23, 2020 Samgöngur Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Vetrarfærð er í flestum hlutum landsins og er slæmt ferðaveður um vestan- og norðvestanvert landið. Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Draga mun úr vindi í nótt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, og er spáð breytilegri átt, 3-10 m/s á morgun. Létta á til þegar líður á morgundaginn. Undir annað kvöld á þó að bæta í vind aftur og snjóa. Snjóþekja og stórhríð er á Hellisheiði og er varað við dimmum éljum fyrri hluta dagsins. Þá segir Vegagerðin að mögulegt væri að heiðinni og Þrengslum yrði lokað með stuttum fyrirvara. Þröskuldar eru ófærir og það sama gildir um Klettsháls og Hálfdán. Óvissustig er á Súðavíkurhlíð þar sem veginum hefur verið lokað. Þá er slæmt ferðaveður á milli Akureyrar og Húsavíkur og Akureyrar og Mývatns. Mjög hvasst er á svæðinu og blindhríð. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austanlands. Frost 0 til 5 stig. Seinnipartinn gengur í austan 10-18 með snjókomu og síðar slyddu á sunnanverðu landinu og hægt hlýnandi veðri. Á laugardag: Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt eftir hádegi. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum við suðurströndina. Á sunnudag: Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig. Á mánudag: Suðaustlæg átt, bjartviðri en stöku él. Frost um land allt. Hvessir af austri syðst um kvöldið. Á þriðjudag: Stíf austlæg átt og él, en úrkomulítið vestantil. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga norðaustlæga átt og bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Frost um allt land. Yfirlit: Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða slæmt ferðaveður um vestan og norðvestanvert landið. Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá klukkan 06:30 – 22:00 alla daga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 23, 2020
Samgöngur Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira