Innlent

Ríkis­lög­maður kominn í veikinda­leyfi

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfesti að Einar Karl sé kominn í veikingaleyfi en vildi annars ekki tjá sig um málið.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfesti að Einar Karl sé kominn í veikingaleyfi en vildi annars ekki tjá sig um málið. vísir/hanna

Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er kominn í ótímabundið veikindaleyfi. Annar verður settur í embættið til þriggja mánaða.

Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Í frétt Fréttablaðsins segir að mikið hafi mætt á ríkislögmanni að undanförnu og eru þar nefnd sértaklega mál ríkisins er varða skipun dómara í Landsrétt, bæði fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu. Einar Karl mun því ekki koma að málflutningi í Strassborg sem hefst 5. febrúar næstkomandi.

Einar Karl Hallvarðsson var skipaður ríkislögmaður árið 2011.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.