Lífið

Bachelorette keppandi látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Tyler Gwozdz var 29 ára gamall.
Tyler Gwozdz var 29 ára gamall. Vísir/ABC

Tyler Gwozdz, fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttunum Bachelorette, sem keppti um hylli Hönnuh Brown er dáinn. Hann var lagður inn á sjúkrahús í síðustu viku og er talið að hann hafi tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Hann var 29 ára gamall.

Samkvæmt TMZ voru lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir að heimili hans þann 13. janúar eftir að símtal barst til Neyðarlínunnar. Gwozdz var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku og var hann sagður í alvarlegu en stöðugu ástandi.

Blaðamenn TMZ hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og segja konu hafa sagt að Gwozdz hafi mögulega sprautað sig með heróíni. Þá hafði hann læst sig inn á baðherbergi.

Gwozdz keppti í fimmtándu þáttaröð Bachelorette og var sendur heim eftir þrjár vikur og skömmu eftir fyrsta stefnumótið með Hönnuh Brown. Brottför hans var aldrei útskýrð, að öðru leyti en að Hannah sagði að hann hafi „orðið að fara“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.