Innlent

Mateusz fannst látinn í Pól­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Pyskowice í suðurhluta Póllands.
Frá Pyskowice í suðurhluta Póllands. wikipedia commons

Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði og lýst var eftir á síðasta ári, fannst látinn í Póllandi fyrr í þessum mánuði.

Bróðir Mateusz Tynski staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið, en útför Mateusz var gerð í bænum Pyskowice í sunnanverðu Póllandi í gær.

Hinn 29 ára Mateusz hafði búið á Íslandi í fjögur ár þar sem hann starfaði lengst af í fiskvinnslu. Síðast sást til hans á Keflavíkurflugvelli á leið úr landi.

Lögregla á Íslandi rannsakaði ekki hvarfið þar sem hann hafði farið úr landi, en engu að síður var auglýst eftir honum í íslenskum fjölmiðlum.

Í frétt Fréttablaðsins segir að hann hafi á tíma sínum á Íslandi verið í miklum samskiptum við fjölskyldu sína, en hann hafði þó ekki látið hana vita af ferð sinni frá Íslandi. Ekki var vitað um að Mateusz hafi verið í vandræðum eða óreglu hér á landi.


Tengdar fréttir

Rannsakar ekki hvarf Mateusz

Rannsóknarlögreglan á Suðurnesjum rannsakar ekki hvarf Mateusz Tynski sem sást síðast í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×