Innlent

Mateusz fannst látinn í Pól­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Pyskowice í suðurhluta Póllands.
Frá Pyskowice í suðurhluta Póllands. wikipedia commons

Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði og lýst var eftir á síðasta ári, fannst látinn í Póllandi fyrr í þessum mánuði.

Bróðir Mateusz Tynski staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið, en útför Mateusz var gerð í bænum Pyskowice í sunnanverðu Póllandi í gær.

Hinn 29 ára Mateusz hafði búið á Íslandi í fjögur ár þar sem hann starfaði lengst af í fiskvinnslu. Síðast sást til hans á Keflavíkurflugvelli á leið úr landi.

Lögregla á Íslandi rannsakaði ekki hvarfið þar sem hann hafði farið úr landi, en engu að síður var auglýst eftir honum í íslenskum fjölmiðlum.

Í frétt Fréttablaðsins segir að hann hafi á tíma sínum á Íslandi verið í miklum samskiptum við fjölskyldu sína, en hann hafði þó ekki látið hana vita af ferð sinni frá Íslandi. Ekki var vitað um að Mateusz hafi verið í vandræðum eða óreglu hér á landi.


Tengdar fréttir

Rannsakar ekki hvarf Mateusz

Rannsóknarlögreglan á Suðurnesjum rannsakar ekki hvarf Mateusz Tynski sem sást síðast í febrúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.