Innlent

Tók í­trekað á móti ferða­manna­hópum án réttinda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var á leið með ferðamannahóp frá Keflavíkurflugvelli þegar hann var stöðvaður.
Maðurinn var á leið með ferðamannahóp frá Keflavíkurflugvelli þegar hann var stöðvaður. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum tók í vikunni úr umferð erlendan leiðsögumann sem hvorki hafði atvinnuréttindi né dvalarleyfi hér á landi. Maðurinn var sektaður um fjörutíu þúsund krónur, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Í tilkynningu segir að maðurinn hafi verið staðinn að farþegaflutningum í atvinnuskyni, sem hann hafði ekki heldur réttindi til. Maðurinn var á leið með farþegana frá Keflavíkurflugvelli þegar hann var stöðvaður.

Við skýrslutöku kvaðst hann starfa sem leiðsögumaður fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í heimalandi sínu sem sendi viðskiptavini sína m.a. hingað til lands. Hann hefði tekið á móti allmörgum hópum áður en lögregla stöðvaði hann nú.

Þá hafi honum verð gerð grein fyrir brotum sínum og hann sektaður um fjörutíu þúsund krónur.

Stutt er síðan lögregla á Suðurnesjum stöðvaði tvo erlenda leiðsögumenn vegna gruns um sömu brot. Þeir reyndust að störfum hér á landi sem leiðsögumenn en höfðu ekki atvinnuréttindi hér á landi. Annar maðurinn hafði komið til landsins með hóp 25 ferðamanna og hinn var honum til aðstoðar.


Tengdar fréttir

Án atvinnuréttinda með 25 ferðamenn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi tvo erlenda karlmenn sem voru að störfum sem leiðsögumenn en höfðu ekki atvinnuréttindi hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.