Erlent

Fimm stað­fest til­felli af Wu­han-veirunni í Banda­ríkjunum

Sylvía Hall skrifar
Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum.
Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Getty

Fimm eru smitaðir af Wuhan-veirunni svokölluðu í Bandaríkjunum. Tvö ný tilfelli voru staðfest í dag en þrír höfðu greinst með veiruna í landinu fyrir. Veiran er nýtt afbrigði af kórónaveiru og þykir sérstaklega skæð í ljósi þess að smitaðir geta smitað aðra áður en einkenni koma fram.Þetta kemur fram á vef AP-fréttaveitunnar.Sjá einnig: Wu­han-veiran breiðist hraðar út en áður og ein­kenna­lausir smitaAllir þeir sem smitaðir eru í Bandaríkjunum eiga það sameiginlegt að hafa ferðast til borgarinnar Wuhan. Tvö ný tilfelli komu upp í dag, eitt í Los Angeles og annað í Arizonaríki. Sá sem greindist í Arizona er ekki sagður alvarlega veikur og hefur verið settur í einangrun til þess að forðast frekari útbreiðslu.Hin þrjú tilfellin hafa komið upp í Kaliforníu, Washingtonríki og Chicago. Engin dauðsföll hafa orðið vegna veirunnar í Bandaríkjunum enn sem komið er en tala látinna í Kína er komin upp í 56 og talið er að yfir tvö þúsund séu smitaðir.Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru meðal annars kvef, hósti og hiti. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum.Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, sé á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni.


Tengdar fréttir

Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn

Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.