Erlent

Trump setur hafn­bann á olíu­skip á leið til og frá Venesúela

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum.

Það þýðir að öll slík skip verða stöðvuð af bandarískum stjórnvöldum og hald laggt á farm þeirra ef til þeirra næst. Þetta er enn eitt skrefið hjá Bandaríkjastjórn í þá átt að setja aukinn þrýsting á ríkisstjórn Nicolas Maduro en auk þess að leggja hald á stórt olíuskip um daginn hafa stjórnvöld gert fjölmargar árásir á litla báta sem þau segja að standi í fíkniefnainnflutningi frá Venesúela til Bandaríkjanna.

Þeim bátum hefur verið sökkt með manni og mús. Maduro og hans menn í Venesúela saka Trump á móti um heimsvaldastefnu og sjórán. Hann sagðist í ræðu í gær staðráðinn í að verja heimaland sitt þannig að friður megi ríkja í Venesúela að lokum.

Bandaríski þingmaðurinn Joaquin Castro, sem er Demókrati, hefur gagnrýnt hafnbannið harðlega og segir að um stríðsyfirlýsingu gegn Venesúela sé að ræða og að sú ákvörðun hafi verið tekin þvert á vilja bandarísku þjóðarinnar og án aðkomu þingsins.


Tengdar fréttir

Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð undirbúa að stöðva og taka yfir fleiri olíuflutningaskip sem notuð eru til að flytja olíu frá Venesúela, finnist þau á hafi úti. Fyrr í vikunni tóku Bandaríkjamenn stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela og var það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert en Bandaríkin hafa beitt Venesúela refsiaðgerðum frá 2019.

Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í samtali við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum, í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn til að yfirgefa ríki sitt. Hann og fjölskylda hans þyrftu þó að fá almenna friðhelgi frá lögsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×