Forseti bæjarstjórnar segir tímasetningu starfsloka óheppilega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 12:36 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sem mynduð var eftir kosningarnar 2018. Kristján Þór er annar frá hægri. Ísafjarðarbær Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. „Það er mjög óheppileg tímasetning að þetta komi fyrir á sama tíma,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Ekki liggur fyrir hvort ráðið verði faglega í stöðu bæjarstjóra eins og gert var í tilfelli Guðmundar í ágúst 2018. Tíðindin koma Ísfirðingum og nærsveitungum í opna skjöldu. „Ólík sýn á verkefni“ Í tilkynningu sem upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi fjölmiðlum á ellefta tímanum í morgun sagði: Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. Ástæða starfsloka er ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji. Íbúar í Ísafjarðarbæ eru margir steinhissa á tíðindum dagsins. Þessi ummæli féllu á vegg staðarmiðilsins Bæjarins besta á Facebook. Það mun skýrast á allra næstu dögum hvernig ráðningu á næsta bæjarstjóra verður hagað. Þangað til mun bæjarritari, sem er staðgengill bæjarstjóra, gegna starfinu. Meirihlutinn f.h. bæjarstjórnar, óskar Guðmundi velfarnaðar og þakkar honum fyrir samstarfið. Guðmundur vill koma á framfæri einlægum þökkum til íbúa Ísafjarðarbæjar fyrir frábærara viðtökur og ánægjulegt samstarf. Hann segir það heiður að hafa fengið tækifæri til að vinna að mikilvægum hagsmunamálum Vestfirðinga með kraftmiklu starfsfólki sveitarfélagsins. Það eru spennandi og krefjandi verkefni framundan í Ísafjarðarbæ og rík ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar. Ekkert eitt verkefni Guðmundur vildi ekki tjá sig nánar um ástæður starfslokanna í samtali við Vísi í dag umfram það sem fram kom í tilkynningunni. Hann sagði aðdragandann að niðurstöðunni þó vissulega hafa verið stuttan. Kristján Þór tók undir það en segir starfslokin ekkert hafa með snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. Tímasetningin sé mjög óheppileg. Ekki það að tímasetning í málum sem þessum efnum sé nokkurn tímann heppileg „Guðmundur hefur staðið sig sérstaklega vel í þeim verkefnum en þetta hefur ekkert með þau að gera.“ Guðmundur Gunnarsson lætur þegar af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Egill En hvaða verkefni eru það þá sem bæjarstjórinn og meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafa svo ólíka sýn á? „Við erum ekkert að „pinpointa“ eitt verkefni. Við höfum kannski ekki verið að ganga í takti eins og nauðsynlegt er.“ Aðspurður hvort íbúar í Ísafjarðarbæ eigi ekki skilið að vita hver sýnin sé sem sé svo ólík vill Kristján Þór ekki nefna nein dæmi. „Þetta eru ákveðin verkefni. Ólík sýn hvernig við sjáum fyrir okkur rekstur og framtíðina.“ Ákvörðun ekki tekin af léttúð Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig staðið verði að ráðningu nýs bæjarstjóra. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku þá ákvörðun í ágúst 2018 að ráða bæjarstjóra faglega. Starfið var auglýst, þrettán sóttu um og Guðmundur ráðinn. „Ég held það hafi verið einhugur um að auglýsa starfið á sínum tíma,“ segir Kristján Þór. Ekki liggur fyrir hvort starfið verði auglýst eða ekki. Ákvörðunin að starfslokum Guðmundur hafi ekki verið tekin af neinni léttúð. Bryndís Sigurðardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði. Athygli vekur að í annað skiptið á tveimur mánuðum er bæjarstjóra eða sveitarstjóra, sem var faglega ráðinn, sagt upp störfum. Bryndís Sigurðardóttir, sem ráðin var sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í október 2018, hætti störfum í nóvember síðastliðnum. Á fundi hennar með sveitarstjórn var tekin sameiginleg ákvörðun um að leiðir lægju ekki lengur saman. „Það þarf að ríkja traust og gott samkomulag. Það er mikið búið að vera að gerast, miklar framkvæmdir og álag á fólki og stundum getur þetta farið svona,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. „Það er mjög óheppileg tímasetning að þetta komi fyrir á sama tíma,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Ekki liggur fyrir hvort ráðið verði faglega í stöðu bæjarstjóra eins og gert var í tilfelli Guðmundar í ágúst 2018. Tíðindin koma Ísfirðingum og nærsveitungum í opna skjöldu. „Ólík sýn á verkefni“ Í tilkynningu sem upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi fjölmiðlum á ellefta tímanum í morgun sagði: Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. Ástæða starfsloka er ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji. Íbúar í Ísafjarðarbæ eru margir steinhissa á tíðindum dagsins. Þessi ummæli féllu á vegg staðarmiðilsins Bæjarins besta á Facebook. Það mun skýrast á allra næstu dögum hvernig ráðningu á næsta bæjarstjóra verður hagað. Þangað til mun bæjarritari, sem er staðgengill bæjarstjóra, gegna starfinu. Meirihlutinn f.h. bæjarstjórnar, óskar Guðmundi velfarnaðar og þakkar honum fyrir samstarfið. Guðmundur vill koma á framfæri einlægum þökkum til íbúa Ísafjarðarbæjar fyrir frábærara viðtökur og ánægjulegt samstarf. Hann segir það heiður að hafa fengið tækifæri til að vinna að mikilvægum hagsmunamálum Vestfirðinga með kraftmiklu starfsfólki sveitarfélagsins. Það eru spennandi og krefjandi verkefni framundan í Ísafjarðarbæ og rík ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar. Ekkert eitt verkefni Guðmundur vildi ekki tjá sig nánar um ástæður starfslokanna í samtali við Vísi í dag umfram það sem fram kom í tilkynningunni. Hann sagði aðdragandann að niðurstöðunni þó vissulega hafa verið stuttan. Kristján Þór tók undir það en segir starfslokin ekkert hafa með snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. Tímasetningin sé mjög óheppileg. Ekki það að tímasetning í málum sem þessum efnum sé nokkurn tímann heppileg „Guðmundur hefur staðið sig sérstaklega vel í þeim verkefnum en þetta hefur ekkert með þau að gera.“ Guðmundur Gunnarsson lætur þegar af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Egill En hvaða verkefni eru það þá sem bæjarstjórinn og meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafa svo ólíka sýn á? „Við erum ekkert að „pinpointa“ eitt verkefni. Við höfum kannski ekki verið að ganga í takti eins og nauðsynlegt er.“ Aðspurður hvort íbúar í Ísafjarðarbæ eigi ekki skilið að vita hver sýnin sé sem sé svo ólík vill Kristján Þór ekki nefna nein dæmi. „Þetta eru ákveðin verkefni. Ólík sýn hvernig við sjáum fyrir okkur rekstur og framtíðina.“ Ákvörðun ekki tekin af léttúð Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig staðið verði að ráðningu nýs bæjarstjóra. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku þá ákvörðun í ágúst 2018 að ráða bæjarstjóra faglega. Starfið var auglýst, þrettán sóttu um og Guðmundur ráðinn. „Ég held það hafi verið einhugur um að auglýsa starfið á sínum tíma,“ segir Kristján Þór. Ekki liggur fyrir hvort starfið verði auglýst eða ekki. Ákvörðunin að starfslokum Guðmundur hafi ekki verið tekin af neinni léttúð. Bryndís Sigurðardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði. Athygli vekur að í annað skiptið á tveimur mánuðum er bæjarstjóra eða sveitarstjóra, sem var faglega ráðinn, sagt upp störfum. Bryndís Sigurðardóttir, sem ráðin var sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í október 2018, hætti störfum í nóvember síðastliðnum. Á fundi hennar með sveitarstjórn var tekin sameiginleg ákvörðun um að leiðir lægju ekki lengur saman. „Það þarf að ríkja traust og gott samkomulag. Það er mikið búið að vera að gerast, miklar framkvæmdir og álag á fólki og stundum getur þetta farið svona,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent