Arsenal á­fram eftir sigur á suður­ströndinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna í kvöld.
Leikmenn Arsenal fagna í kvöld. vísir/getty

Arsenal er komið áfram í 5. umferð enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Bournemouth á útivelli í kvöld.

Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur er Bukayo Saka skoraði og kom Arsenal yfir eftir afar fallega sókn. 22 sendingar áður en Saka þrumaði boltanum í slá og inn.
Bournemouth var í tómu tjóni í fyrri hálfleik. Liðið náði ekkert að halda boltanum og Arsenal réði ferðinni og rúmlega það í fyrri hálfleik.

Edward Nketiah tvöfaldaði svo forystuna á 26. mínútu. Aftur var það gott uppspil, lagleg fyrirgjöf og mark.

Nketiah að nýta tækifærið í byrjunarliðinu eftir að hafa verið í láni hjá Leeds fyrr á leiktíðinni.

Varamaðurinn Sam Surridge minnkaði muninn fyrir Bournemouth á 92. mínútu eftir fyrirgjöf en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1.
Arsenal mætir Portsmouth á útivelli í næstu umferð.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.