Enski boltinn

Æðstu stjórn­endur Liver­pool styðja á­kvörðun Klopp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp léttur.
Klopp léttur. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá því á sunnudaginn að hann og allir leikmenn aðalliðs Liverpool munu ekki taka þátt í endurtekna bikarleiknum gegn Shrewsbury.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli við neðri deildarliðið í bikarnum á sunnudaginn og eftir leikinn sagði Klopp að liðið myndi mæta með unglingaliðið í endurtekna leikinn á Anfield.

Leikurinn er nefnilega settur á í þeirri viku sem enska úrvalsdeildin hafði ákveðið að liðin í ensku úrvalsdeildinni fengu vetrarfrí.

Klopp ætlar sér að halda í þetta vetrarfrí og senda unglingaliðið í verkefnið en BBC greinir frá því að forráðamenn Liverpool standi við bakið á þeim þýska í þessari ákvörðun.
Það eru ekki allir sáttir við þessa ákvörðun Klopp og blaðamaður Adam Crafton, sem vinnur hjá Athletic, gagnrýnir ákvörðun Klopp.

Þar segir Crafton frá því að honum finnist Klopp einn besti stjóri í heimi en segir að þessi ákvörðun sé svívirðileg og óíþróttamannsleg.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.