Jürgen Klopp: Enginn úr aðalliði Liverpool mun spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 08:00 Jürgen Klopp í leiknum á móti Shrewsbury Town í gær. Þrátt fyrir jafntefli þá gæti þetta orðið síðasti bikarleikur Klopp á þessu tímabili. Getty/James Baylis Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. Jürgen Klopp var fljótur að láta fjölmiðla vita um ákvörðun sína. Eftir leikinn gaf þýski stjórinn það út að enginn úr aðalliði Liverpoool muni spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Town. Jurgen Klopp says that no senior players will be involved in the FA Cup fourth round replay and he won’t manage the team. Neil Critchley will be in charge #LFC— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Shrewsbury Town í gær en þar voru samt öflugir leikmenn inn á milli og er þrjár stjörnur komu inn á sem varamenn. Það verður ekkert veikara lið í seinni leiknum heldur algjört varalið eins og í deildabikarleiknum fræga á móti Aston Villa fyrr í vetur þegar Liverpool var að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða á sama tíma. „Ég sagði við strákana fyrir tveimur vikur að við munum fara í vetrarfrí sem þýðir það að við verðum ekki þarna. Það er ekki hægt að líta svo á að okkur sé alveg sama um þetta. Ég veit líka að þetta er ekki vinsæl ákvörðun en svona sé ég þetta,“ sagði Jürgen Klopp. Hann sjálfur mun heldur ekki vera á staðnum. "I can't believe Jurgen Klopp won't take charge of the team and the youth team will be playing. I'm really disappointed." Jurgen Klopp and Liverpool's first team won't feature in their replay with Shrewsbury. Thoughts? Watch #FACup highlightshttps://t.co/my4ePMPVrXpic.twitter.com/m76KP9SXhD— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020 Liverpool er eitt af fjórum úrvalsdeildarliðum sem þurfa að spila aftur eftir jafntefli um helgina en hin eru Newcastle, Tottenham og Southampton. Vetrarfrí Liverpool er frá 2. til 16. febrúar en endurtekni leikurinn við Shrewsbury Town á að fara fram 4. eða 5. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem verður vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni en enska bikarkeppnin ákvað samt að setja endurtekna leiki á í því. Það var Jürgen Klopp mjög ósáttur með frá byrjun og hefur nú sýnt það í verki. FT: Shrewsbury 2 #LFC 2. The nightmare result for Klopp. A replay at Anfield. The Reds only have themselves to blame after a wretched second-half display. Cummings’ double leading the hosts’ fightback. Youngsters can hold their heads high after that, senior players not so much. pic.twitter.com/rap4Prk78e— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. Jürgen Klopp var fljótur að láta fjölmiðla vita um ákvörðun sína. Eftir leikinn gaf þýski stjórinn það út að enginn úr aðalliði Liverpoool muni spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Town. Jurgen Klopp says that no senior players will be involved in the FA Cup fourth round replay and he won’t manage the team. Neil Critchley will be in charge #LFC— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Shrewsbury Town í gær en þar voru samt öflugir leikmenn inn á milli og er þrjár stjörnur komu inn á sem varamenn. Það verður ekkert veikara lið í seinni leiknum heldur algjört varalið eins og í deildabikarleiknum fræga á móti Aston Villa fyrr í vetur þegar Liverpool var að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða á sama tíma. „Ég sagði við strákana fyrir tveimur vikur að við munum fara í vetrarfrí sem þýðir það að við verðum ekki þarna. Það er ekki hægt að líta svo á að okkur sé alveg sama um þetta. Ég veit líka að þetta er ekki vinsæl ákvörðun en svona sé ég þetta,“ sagði Jürgen Klopp. Hann sjálfur mun heldur ekki vera á staðnum. "I can't believe Jurgen Klopp won't take charge of the team and the youth team will be playing. I'm really disappointed." Jurgen Klopp and Liverpool's first team won't feature in their replay with Shrewsbury. Thoughts? Watch #FACup highlightshttps://t.co/my4ePMPVrXpic.twitter.com/m76KP9SXhD— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020 Liverpool er eitt af fjórum úrvalsdeildarliðum sem þurfa að spila aftur eftir jafntefli um helgina en hin eru Newcastle, Tottenham og Southampton. Vetrarfrí Liverpool er frá 2. til 16. febrúar en endurtekni leikurinn við Shrewsbury Town á að fara fram 4. eða 5. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem verður vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni en enska bikarkeppnin ákvað samt að setja endurtekna leiki á í því. Það var Jürgen Klopp mjög ósáttur með frá byrjun og hefur nú sýnt það í verki. FT: Shrewsbury 2 #LFC 2. The nightmare result for Klopp. A replay at Anfield. The Reds only have themselves to blame after a wretched second-half display. Cummings’ double leading the hosts’ fightback. Youngsters can hold their heads high after that, senior players not so much. pic.twitter.com/rap4Prk78e— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020
Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira