Innlent

Andúð Mannanafnanefndar á nafninu Lúsífer vekur athygli BBC

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nafnið gæti orðið nafnbera til ama, að mati Mannanafnanefndar.
Nafnið gæti orðið nafnbera til ama, að mati Mannanafnanefndar. Vísir/Getty

Mannanafnanefnd hafnaði nýverið því að setja karlkynsnafnið Lúsífer á mannanafnaskrá.

Vakti þetta athygli BBC sem fjallaði um málið í gær á vefmiðli breska ríkisfjölmiðilsins.

Samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar frá 14. janúar var karlkynsnafninu Lúsífer hafnað þar sem það sé „eitt af nöfnum djöfulsins“. Telur nefndin ljóst að það geti orðið nafnbera til ama og því uppfylli það ekki skilyrði.

Áður hafði Mannanafnanefnd hafnað nafninu Lucifer af sömu ástæðu auk þess sem að ritháttur nafnsins gæti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn c telst ekki til íslenska stafrófsins.

Í frétt BBC er fjallað um úrskurði nefndarinnar, farið yfir hlutverk hennar auk þess sem að nafnahefðir Íslendinga eru útskýrðar


Tengdar fréttir

Boðar fullt frelsi í nafnagift

Dómsmálaráðherra segist treysta fólki til að velja sér nöfn eða á börn sín og boðar fullt frelsi í þeim málum. Samfélagið eigi ekki að takmarka það frelsi.

Undar­legt að nöfn verði undan­skilin ís­lenskri staf­setningu

Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.