Innlent

Hundur hífður úr sprungu í Heiðmörk

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Horft yfir Rauðhóla í átt til Reykjavíkur.
Horft yfir Rauðhóla í átt til Reykjavíkur. Vísir/vilhelm

Björgunarsveitir voru sendar í Heiðmörk um klukkan 14 í dag til að bregðast við útkalli um hund í sjálfheldu. Hundurinn, sem er labrador, hafði þar verið á göngu með eiganda sínum þegar hann féll ofan í sprungu. Þaðan komst hann ekki upp aftur og var því hringt eftir aðstoð.

Björgunarsveitarfólk var fljótt á vettvang enda aðstæður til aðstoðar góðar; stillt og heiðskýrt en kalt. Sprungan þótti svo djúp að eina leiðin til að ná hundinum upp úr henni var að senda björgunarsveitarfólkið sígandi niður. Þar gripu þau hvutta og hífðu hann upp til eigandans.

Þrátt fyrir hátt fall amaði ekkert líkamlegt að hundinum þegar upp úr sprungunni var komið að sögn sjónarvotta, hann hafi þó skiljanlega verið nokkuð stressaður eftir hrakningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×