Margir ósáttir eftir að Regína og Max voru send heim: „Hneyksli“ Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2020 14:42 Max og Regína á úrslitastundu í gær. Vísir/Marinó Flóvent Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira