Björgunarsveitir hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp Jóns Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 08:30 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum síðustu vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan. Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan.
Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent