Björgunarsveitir hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp Jóns Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 08:30 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum síðustu vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan. Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Formaður björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi óskar eftir svörum frá Alþingismönnum um það hvers vegna frumvarp Jóns Gunnarssonar sé ekki orðið að lögum. Það myndi fela í sér mikla búbót fyrir björgunarsveitir landsins og segir hann tregðu þingsins hafa tafið uppbyggingu Brákar. Vonir flutningsmanns frumvarpsins eru að málið geti klárast sem allra fyrst, lítil andstaða sé við málið á þinginu. Umrætt frumvarp felur í sér „endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.“ Í stuttu máli gætu slík samtök, eins og björgunarsveitir og íþróttafélög, fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem „miða að því að efla starfsemi eða bæta aðstöðu samtakanna.“ Frumvarpið myndi koma fyrrnefndri Brák vel, sem íhugar nú að byggja sér nýjar höfuðstöðvar í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður sveitarinnar, áætlar að kostnaðurinn við framkvæmdirnar muni nema um 120 milljónum króna og því muni endurgreiðsla á virðisaukaskatti, sem myndi hlaupa á tugum milljóna, koma sér vel. Sérstaklega í tilfelli lítillar björgunarsveitar eins og í Borgarnesi. „Við erum fá og við höfum ekki marga bakhjarla eins og sveitirnar í bænum,“ segir Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, í samtali við Bítið í morgun. Því þurfi sveitin nær alfarið að reiða sig á fjáraflanir yfir árið; flugeldasölu, neyðarkallinn, sölu á jólatrjám o.sfrv. „Það munar því alveg helling að fá virðisaukaskattinn til baka, fyrir litla sveit eins og okkar,“ segir Einar. „Þetta telur maður að sé mjög mikilvægt.“ Aðspurður fellst Einar á það að tregða alþingismanna við að samþykkja frumvarpið hafi seinkað framkvæmdum Brákar. Björgunarsveitin bíði eftir lögunum. „Ef við byrjum að byggja húsið núna, þá fáum við ekki skattinn til baka. Þetta er ekki afturvirkt. Ef við myndum byrja að byggja, klára helminginn og svo yrði þetta frumvarp samþykkt - þá myndum við ekki fá neitt,“ segir Einar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins á þingvetrinum 2018 til 2019 og settu þeir Óli Björn Kárason, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Friðriksson jafnframt nafn sitt við það. Ríkisskattstjóri setti þá þónokkra fyrirvara við frumvarpið, sem lutu ekki hvað síst að ónákvæmu orðalagi. Jón var einnig gestur Bítisins í morgun þar sem hann sagðist greina nokkurn meðbyr með frumvarpinu á þingi. Þessa dagana sé verið sé að útfæra frumvarpið í fjármálaráðuneytinu og vonir hans standi til að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson flokksbróðir hans, muni flytja málið þegar frumvarpið er tilbúið. Til að mynda þurfi að skilgreina betur hvaða félög munu geta sótt um endurgreiðslu. Jón segist vona að lausn finnist á útfærsluatriðunum sem fyrst svo að þetta frumvarpið geti orðið að lögum. Um sé að ræða háar fjárhæðir fyrir björgunarsveitirnar, rétt eins og önnur félagasamtök, sem vafalaust megi nýta með öðrum hætti í starfseminni. Viðtalið við Einar Örn Einarsson má heyra hér að ofan og viðbrögð Jóns Gunnarssonar hér að neðan.
Alþingi Björgunarsveitir Borgarbyggð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira